MAINMANAGER RÁÐSTEFNA UM FASTEIGNASTJÓRNUN

MAINMANAGER RÁÐSTEFNA UM FASTEIGNASTJÓRNUN
24. MAÍ. KL. 13:00 – 16:00
“Í SKÝINU”

Við hjá MainManager erum að vinna að spennandi nýjungum í vörunni okkar þar sem við nýtum okkur alla mögulega grafík sem hjálpartæki í fasteignastjórnuninni á afar snyrtilegan hátt þ.e. GIS, BIM og 2D teikningar. Þetta verður ný útgáfa og nýtt viðmót með áherslu á einfalt notendaviðmót.

Margt hefur gerst síðan við héldum síðustu kynningu þegar útgáfa 11 kom út. MainManager fór í útrás og hefur haslað sér völl á Norðurlöndunum, Englandi og víðar. Við höfum lært heilmikið og unnið með og fyrir nokkra af stærstu fasteignaeigendum á þessum mörkuðum. Gífurleg reynsla hefur safnast upp sem við viljum gefa ykkur innsýn í.

Dagskrá

13:00 Gestir boðnir velkomnir

13:10 Fasteignastjórnun
Stofnandi MainManager fer yfir upplýsingatækni og stafræna byltingu í fasteignastjórnun, markmið og tilgang, lykilþætti til að ná árangri, verkfæri MainManager og hagræðingu sem næst með þeim.

13:30 Notkun norska ríkisins á MainManager
Uppbygging eignasafns, notkun BIM, rekstur & viðhald, varðveisla menningarverðmæta, orku & umhverfismál.

14:00 Léttar veitingar

14:15 Hvernig nýtist lausnin stóru dönsku sveitarfélagi?
Fjárhagsáætlanir, uppbygging og eftirfylgni þeirra. Ávinningur af notkun reikningssamþykkta í MainManager.

14:30 Notkun stærsta spítala Norðurlandanna á hugbúnaðinum
Afhending gagna í gegnum BIM líkön og notkun þeirra í rekstri. Utanumhald á búnaði.

15:00 Helstu ferlar sem Kaupmannahafnarháskóli hefur innleitt
Ávinningur af notkun Space Management í milljón fermetra eignasafni.

15:15 Orku- og kerfisvöktun í MainManager

15:30 Kaffihlé

15:45 MainManager FM – Ný lausn
Á næstunni gefur MainManager út nýja lausn með áherslu á grafíska framsetningu gagna ásamt notkun á GIS kortum, BIM og 2D teikningum

16:15 Dagskrárlok

Frítt er inn á viðburðinn.
Vinsamlega skrá sig hér: info@mainmanager.com
Staðsetning í höfuðstöðvum MainManager, Urðarhvarfi 6

Við bjóðum upp á léttar veitingar.