Búnaðarskráning

Skráning og stýring á búnaði og öðrum eignum svo sem farartækjum, tölvubúnaði, húsgögnum, listaverkum o.fl. sem getur verið staðsettur innan- eða utandyra.

Haltu utan um búnaðinn þinn

Lykilþáttur í að lækka kostnað er að halda góðri yfirsýn yfir fjárfestingar í ýmsum búnaði og notkun á honum. MainManager er með sveigjanlegt kerfi fyrir búnaðarskráningu og utanumhald á notkun. Notendur hafa möguleika á að skrá margar mismunandi tegundir búnaðar svo sem:

  • Húsgögn og innbú
  • Vélbúnað
  • Listaverk
  • Farartæki
  • Tölvur og tækjabúnað
  • Síma

Búnaði er hægt að úthluta á starfsmenn og staðsetningar. Mismunandi búnaður getur haft mismunandi eiginleika og jafnframt er hægt að skrá búnað með strikamerki eða QR kóða og tengja þannig við upplýsingar um viðkomandi búnað eða skráningu á atvikum beint á búnaðinn.