Þemagáttir

Boðið er upp á að sjá fimm tegundir gátta þ.e. fyrir: Brunavarnir, heilsu og öryggismál, umhverfismál, sögulegt gildi og algilda hönnun.

Innsýn í sérstök málefni

Gáttir innihalda upplýsingar um tiltekin atriði, svo sem:

 • Brunavarnir
 • Menningarverðmæti/Sögulegt gildi
 • Öryggi og heilsu
 • Algilda hönnun (aðgengismál)
 • Umhverfismál

Í gegnum gáttir geta umsjónarmenn fasteigna fylgst með og skipulagt viðhald og rekstur með tilliti til ofangreindra þátta.

Brunavarnir

Þessi gátt er notuð til að halda utan um öll gögn tengd brunavörnum.

Notendur geta skoðað og unnið með :

 • Viðföng sem tengjast brunavörnum
 • Skjöl tengd brunavörnum
 • Tengiliði fyrir brunavarnir
 • Brunavarnarskýrslur
 • Atvik og verkbeiðnir

Héðan er mögulegt að hafa tengil sem vísar á síður sem innihalda lög og reglugerðir tengdar brunavörnum.

Varðveisla menningarverðmæta

Þessi gátt er notuð til að halda utan um öll gögn tengd varðveislu menningarverðmæta.

Notendur geta skoðað og unnið með :

 • Viðföng sem eru friðuð eða hafa annað sögulegt gildi
 • Ástæður friðunar
 • Hvernig þarf að viðhalda byggingunni svo að skilyrðum um varðveislu menningarverðmæta sé mætt

Atvik og verkbeiðnir sem skráðar eru á þessi viðföng fá upplýsingar sem nauðsynlegt er að hafa í huga vegna sögulegs gildis þeirra.

Öryggi og heilsa

Þessi gátt er notuð til að halda utan um öll gögn tengd öryggi og heilsu.

Notendur geta skoðað og unnið með :

 • Samninga um samstarf milli aðila
 • Hvar hættuleg spilliefni eru staðsett

Héðan er mögulegt að hafa tengil sem vísar á síður sem innihalda lög og reglugerðir tengdar öryggi og heilsu.

Algild hönnun (aðgengismál)

Þessi gátt er notuð til að halda utan um öll gögn tengd algildri hönnun og því hvernig aðgengi að byggingum er.

Notendur geta skoðað og unnið með:

 • Upplýsingar um byggingahluta sem þarfnast breytinga til að fullnægja reglugerðum um aðgengismál
 • Áætlunarliði tengda aðgengismálum

Umhverfismál

Þessi gátt er notuð til að halda utan um öll gögn tengd umhverfismálum.

Notendur geta skoðað og unnið með:

 • Tæknileg kerfi sem þarf að fygjast með af umhverfisástæðum
 • Umhverfisáætlanir bygginga
 • Eftirfylgni umhverfisáætlunar
 • Flokkun úrgangsefna
 • Stöðu efna sem hættuleg eru umhverfinu

Notandinn getur gert áhættumat og metið hversu hættuleg bygging er sínu nánasta umhverfi og notað niðurstöðurnar til að búa til áætlun um næstu skref.