Rýmisstjórnun

Stjórnun á notkun rýma og innbús. Yfirlit yfir hvar skipulagseiningar eru staðsettar, nýting á flatarmáli o.s.frv.

Yfirlit yfir rýmisnotkun

Það er kostnaðarsamt að halda byggingum í sínu besta ástandi og þess vegna er mikilvægt að stjórna notkun allra rýma innan þeirra á sem hagkvæmastan máta.

MainManager gerir mögulegt að:

 • Stjórna notkun
 • Úthluta rýmum á skiplagseiningar
 • Fá yfirlit yfir notkun
 • Sjá útleigð svæði og leigjendur
 • Fá yfirlit yfir svæði sem eru ónýtt
 • Reikna út leiguverð
 • Stýra mælingum
 • Lesa inn gagnvirkar teikningar og nota þær við rýmisstjórnun

Ferli

MainManager er með verkfæri til að meta verkferla út frá rúmmetratölum bygginga, opinna svæða og einingum þeirra. Tölfræðigreiningar er hægt að byggja á eignasafninu í heild, einstökum byggingum, sónum, hæðum og rýmum.

Rúmmetragögn bygginga eru tengd við hluti eins og:

 • Viðföng
 • Skipulagseiningar
 • Verknúmer
 • Fjármál

Rúmmetragögn bygginga og opinna svæða eru notuð þegar atvik, verkbeiðnir og áætlanir eru stofnaðar.

Upplýsingar

Notendur geta búið til lista og myndræn gögn fyrir:

 • Nýtingarhlutfall rýma
 • Hugmyndir að útfærslum á nýtingu
 • Staðsetningar skipulagseininga
 • Þemu á ákveðnum svæðum svo sem menningarverðmæti, brunavarnarsvæði o.fl.

MainManager getur kallað fram lista og skýrslur fyrir tegundir rýma og hvernig þau eru nýtt sem síðan er hægt að nota til að hámarka nýtingu byggingarinnar og sjá hvar hægt er að nýta rými betur.