Viðbótarlausnir
Það hefur sýnt sig að með notkun MainManager er hægt að lækka rekstrarkostnað um 10-30%, en sá árangur næst með bættum vinnuaðferðum og verkferlum.
Þessi eining er ætluð til að ná utanumhaldi og yfirliti yfir öll þau atvik sem koma upp og eru skráð á degi hverjum hvort sem er innanhúss eða utan. Afgreiðsla og eftirfylgni á þessum atvikum fer í gegnum hjálparborðið.
Í MainManager er hægt að halda utan um ólíkar gerðir áætlana. Mögulegt er að skrá rekstraráætlanir handvirkt eða út frá staðlaðri uppbyggingu. Viðhaldsáætlanir verða yfirleitt til út frá ástandsmati eigna eða óskum hagsmunaaðila sem tengjast eigninni.
Haldið er utan um allar nauðsynlegar upplýsingar þjónustusamninga svo sem þjónustuviðmið (SLA), lykiltölur (KPI) o.s.frv.
Skráning og stýring á búnaði og öðrum eignum svo sem farartækjum, tölvubúnaði, húsgögnum, listaverkum o.fl. sem getur verið staðsettur innan- eða utandyra.
Utanumhald leigusamninga fyrir einstök rými eða stærri hluta fasteigna. Leiguverð samninga, leigutímabil, vísitölur o.s.frv.
Fylgstu með orkunotkun í þínum fasteignum. MainManager styður skráningu á orkusvæðum (sónum), raun og sýndarmælum fyrir orku o.fl.
Stýrðu verkefnunum þínum hvort sem þau eru stór eða lítil. Hér er möguleiki á að skilgreina kostnaðarramma, vörður í verkefni o.fl. Áætlanagerð nýtist svo vel í framhaldi þegar verkefni hefst.
Með þessari lausn er hægt að skrá hver nýtir hvert rými og búnað þess, ásamt því að geta sett upp aðrar sviðsmyndir til að sjá hvernig hægt er að nýta rými á annan hátt.
Í boði eru fimm mismunandi þemagáttir: Brunavarnir, Heilsa og öryggi, Umhverfismál, Varðveisla menningarverðmæta og Algild hönnun.
Í þessari einingu eru lausnir til að skipuleggja verk við ræstingar, ásamt skráningu á ýmsum þáttum til að reikna út tíma sem fer í ræstingar á mismunandi rýmum og nýtingu mannafla við ræstingar.
Hér er mögulegt að skilgreina ákveðin rými sem fundarherbergi til útleigu í styttri tíma ásamt veitingaþjónustu o.fl.