Persónuverndarstefna

Við erum:

MainManager Iceland

Urðarhvarf 6
203 Kópavogur Iceland

Netfang: info@mainmanager.com

Sími: (+354) 412 8600

Hvernig söfnum við persónulegum gögnum um þig?

Gögnum er safnað þegar þú skráir þau hjá okkur. Þetta gæti t.d. verið þegar þú skráir þig sem áskrifanda að fréttabréfinu okkar.

Upplýsingar

Þegar þú skráir inn upplýsingar um þig, eru þau gögn send í tölvupósti til eins starfsmanns hjá okkur.

Við tökum við þeim gögnum til að geta orðið við beiðni þinni.

Tölvupósturinn er geymdur eins lengi og nauðsynlegt þykir til að gera svarað beiðni þinni.

Fréttabréf

Þegar þú gerist áskrifandi að fréttabréfinu okkar, eru gögnin sem þú skráir geymd á Mailchimp aðgangi okkar.

Upplýsingarnar sem þú gefur upp við skráningu munu verða notaðar til að dreifa fréttabréfi til þín þangað til þú segir upp áskrift. Við notum upplýsingarnar þínar aðeins í þessum tilgangi og gefum engum öðrum aðgang að þeim.

Þú getur sagt upp áskriftinni hvenær sem er í gegnum „unsubscribe“ hlekk sem berst með fréttabréfinu. Upplýsingum um þig mun þá verða eytt.

Athugasemdir

Þegar þú skilur eftir athugasemd á heimasíðunni þá eru gögnin geymd sem skrifuð eru í athugasemdareit ásamt IP tölu og vefstreng þess sem skráir til að koma í veg fyrir ruslpóst.

Órekjanlegur strengur sem búinn er til úr netfangi þínu (stundum kallað hash) gæti verið afhentur Gravatar þjónustu til að sjá hvort þú ert að nota hana. Persónuverndarstefna Gravatar þjónustu er aðgengileg hér: https://automattic.com/privacy/.

Eftir að athugasemd þín hefur verið samþykkt er prófílmynd af þér einnig sýnileg með innihaldi athugasemdarinnar.

Við söfnum þessum gögnum til að tryggja að athugasemdir á heimasíðunni séu réttar.

Ef þú skilur eftir athugasemd, mun hún vera varðveitt um ókomna framtíð ásamt lýsigögnum henni tengdri. Þetta er gert til að hægt sé að þekkja og samþykkja athugasemdir sem koma í framhaldi í stað þess að halda utan um þær aðskilið.

Hvaða rétt hef ég yfir mínum gögnum?

Ef þú hefur skilið eftir athugasemd, þá getur þú beðið um að fá afhenta skrá með öllum persónulegum gögnum sem við geymum um þig og þú hefur afhent okkur. Þú getur einnig beðið um að við eyðum persónulegum gögnum sem við geymum um þig. Þetta á ekki við um gögn sem okkur er skylt að halda í stjórnsýslu-, laga- eða öryggsskyni.

Til að láta eyða gögnum sem þú hefur skráð í gegnum vefeyðublöð skaltu hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst


Vafrakökur

Ef þú skilur eftir athugasemd á heimasíðunni er mögulegt að vista niður nafn, netfang og vefsíðu í vafrakökum. Þetta er gert til að auðvelda þér endurtekna skráningu í sömu reiti seinna meir ef þú vilt skilja eftir aðra athugasemd. Þessar vafrakökur eru geymdar í eitt ár.

Efni frá öðrum vefsíðum

Greinar á þessari síðu gætu innihaldið efni frá öðrum heimasíðum (t.d. video, myndir, greinar o.fl.). Efni frá þessum síðum hagar sér á samskonar máta og ef notandi myndi heimsækja þær síður.

Þessar síður gætu safnað gögnum um þig, notað vafrakökur, innihaldið efni frá þriðja aðila og rakið slóðina þína inn á önnur gögn og síður ef þú ert skráður notandi inn á viðkomandi heimasíðu

Google Analytics

Við notum Google Analytics til að safna gögnum um hegðun notenda á heimasíðunni svo við getum aukið virði hennar og kynningarefni þar. Engum persónulegum gögnum er safnað, notast er við IP nafnleyndaraðgerð frá Google Analytics.

Google Webfont

Heimasíðan notar vefleturgerð frá Google. Þegar þú opnar síðu, mun vafrinn hlaða letrinu inn í skyndiminni vafrans til að birta texta og letur rétt. Ef vafrinn þinn styður ekki vefleturgerðina, mun stöðluð leturgerð frá þinni tölvu vera notuð.

Google Maps

Heimasíðan notar Google Maps þjónustu. Til að nota Google Maps er nauðsynlegt að vista niður IP töluna þína. Þessar upplýsingar eru sendar til Google. Notkun á Google Maps er í þá þágu að gera síðuna okkar notendavænlegri.