Persónuverndarstefna

Við erum:

MainManager Iceland

Urðarhvarf 6
203 Kópavogur Iceland

Netfang: info@mainmanager.com

Sími: (+354) 412 8600

Hvernig söfnum við persónulegum gögnum um þig?

Gögnum er safnað þegar þú skráir þau hjá okkur. Þetta gæti t.d. verið þegar þú skráir þig sem áskrifanda að fréttabréfinu okkar.

Upplýsingar

Þegar þú skráir inn upplýsingar um þig, eru þau gögn send í tölvupósti til eins starfsmanns hjá okkur.

Við tökum við þeim gögnum til að geta orðið við beiðni þinni.

Tölvupósturinn er geymdur eins lengi og nauðsynlegt þykir til að gera svarað beiðni þinni.

Fréttabréf

Þegar þú gerist áskrifandi að fréttabréfinu okkar, eru gögnin sem þú skráir geymd á Mailchimp aðgangi okkar.

Upplýsingarnar sem þú gefur upp við skráningu munu verða notaðar til að dreifa fréttabréfi til þín þangað til þú segir upp áskrift. Við notum upplýsingarnar þínar aðeins í þessum tilgangi og gefum engum öðrum aðgang að þeim.

Þú getur sagt upp áskriftinni hvenær sem er í gegnum „unsubscribe“ hlekk sem berst með fréttabréfinu. Upplýsingum um þig mun þá verða eytt.

Athugasemdir

Þegar þú skilur eftir athugasemd á heimasíðunni þá eru gögnin geymd sem skrifuð eru í athugasemdareit ásamt IP tölu og vefstreng þess sem skráir til að koma í veg fyrir ruslpóst.

Órekjanlegur strengur sem búinn er til úr netfangi þínu (stundum kallað hash) gæti verið afhentur Gravatar þjónustu til að sjá hvort þú ert að nota hana. Persónuverndarstefna Gravatar þjónustu er aðgengileg hér: https://automattic.com/privacy/.

Eftir að athugasemd þín hefur verið samþykkt er prófílmynd af þér einnig sýnileg með innihaldi athugasemdarinnar.

Við söfnum þessum gögnum til að tryggja að athugasemdir á heimasíðunni séu réttar.

Ef þú skilur eftir athugasemd, mun hún vera varðveitt um ókomna framtíð ásamt lýsigögnum henni tengdri. Þetta er gert til að hægt sé að þekkja og samþykkja athugasemdir sem koma í framhaldi í stað þess að halda utan um þær aðskilið.

Hvaða rétt hef ég yfir mínum gögnum?

Ef þú hefur skilið eftir athugasemd, þá getur þú beðið um að fá afhenta skrá með öllum persónulegum gögnum sem við geymum um þig og þú hefur afhent okkur. Þú getur einnig beðið um að við eyðum persónulegum gögnum sem við geymum um þig. Þetta á ekki við um gögn sem okkur er skylt að halda í stjórnsýslu-, laga- eða öryggsskyni.

Til að láta eyða gögnum sem þú hefur skráð í gegnum vefeyðublöð skaltu hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst