Skjalastjórnun

Í MainManager eru skjöl hengd við viðföng (byggingu, hæð, rými, opin svæði, tæknikerfi), eða tengd með hlekk frá ytri gagnagrunni eða vefsíðu. Gerður er greinarmunur á skjölum, teikningum og myndum og þau gögn sem koma með stafrænum innlestri á BIM líkönum eru geymd sérstaklega.

Gakktu lengra

Ef þú vilt ganga enn lengra í skjalastjórnun, þá getur þú bætt einingum við sem gera þér kleift að vinna frekar með skjöl í kerfinu.

Hefðbundin skjalastjórnun gerir notendum kleift að:

  • Tengja skjöl við byggingar, verkefni og önnur viðföng í MainManager
  • Geyma og flokka skjöl með tvöföldu flokkunarkerfi
  • Stýra aðgangi að skjölum í gegnum málaflokka
  • Skoða og hengja skjöl við verkbeiðnir í gegnum MainManager appið.

Útvíkkuð skjalastjórnun gerir notendum kleift að:

  • Útgáfustýra skjölum
  • Biðja um rýni á skjölum
  • Senda til og hlaða upp skjölum frá Google Drive
  • Fá öflugari leitarmöguleika að skjölum
  • Senda skjöl inn í MainManager kerfið með tölvupósti

Gæðahandbók

Hægt er að setja upp gæðahandbók í MainManager

Notendur geta þá:

  • Geymt og haldið utan um gæðahandbók
  • Haldið utan um ólíkar útgáfur skjala (útgáfustjórnun)
  • Skráð áskrifendur að handbókum
  • Sent uppfærslur á handbækur sjálfkrafa