Orkuskráning

Í MainManager er orkustjórnunarkerfi fyrir fasteignasafnið. Með því geturðu stýrt og fylgst með orkunýtingu og orkunotkun fasteignasafnsins og dregið úr kostnaði og umhverfisáhrifum.

Fyrir þína hagsmuni – og jarðarinnar!

Orkustjórnun í MainManager getur hjálpað þér að:

 • Lækka orkukostnað
 • Lækka kostnað við útköll verktaka
 • Hámarka endingartíma tækjakostar þíns
 • Hafa betri/nákvæmari yfirsýn yfir orkunotkun þína
 • Greina og finna umframorku
 • Skrá orkufótspor fyrirtækisins
 • Gera orkuáætlun fyrir næsta ár miðað við fyrri orkunotkun

Aðrir kostir:

 • Haldið er utan um allar fasteignir í einu kerfi
 • Eitt allsherjarkerfi fyrir alla starfsemi

Fylgstu með fótsporinu

MainManager býður upp á ítarlegt greiningar- og eftirlitskerfi sem samanstendur m.a. af:

 • Samanburði á orkunotkun fasteignasafns (kWh/m2)
 • Þróun í notkun á milli ára
 • Notkunartímabil (klst., dagar, vikur, mánuðir, ár)
 • Leiðréttingu út frá gráðudögum
 • Sérmælingu fyrir hverja einingu
 • Orkusvæði
 • Tilvísunarprófílum
 • Orkuhitatöflum (ET kúrfum)
 • CO2-, SO2- og NOX-fótsporum

Þessir eiginleikar geta hjálpað þér að greina umframnotkun og finna leiðir til að bæta orkunýtingu. Hægt er að flytja mælingar inn sjálfkrafa frá gagnaveitu eða slá þær handvirkt inn í gegnum vafra eða snjalltæki.

Ef fyrirtæki þitt er að innleiða ISO50001 orkustjórnunarstaðalinn veitir MainManager öflugan stuðning varðandi skýrslugerð.