Skipulagseiningar og notendur

Þú getur sett upp skipulagseiningarnar þínar þ.e. fyrirtækið þitt, þjónustuaðila, verktaka og viðskiptavini ásamt því að stýra aðgangi notenda að kerfinu – allt á einum stað. Í aðgangsstýringarferlinu er einfalt að fá yfirlit yfir notendur, notendahlutverk og aðgangsheimildir að einingum kerfisins.

ÖFLUG NOTENDASTÝRING

Í MainManager er öflugt aðgangsstýringaferli þar sem hægt er að nálgast yfirlit og stjórna aðgangi notenda, notendahlutverka og skipulagseininga. Með einföldu viðmóti er hægt að vinna með þessar upplýsingar og breyta aðgangsheimildum eins og þarf.

Skipulagseiningar

Þú getur sett upp þína skipulagseiningu (fyrirtæki, svið, deildir o.s.frv.) en einnig þína þjónustuaðila og viðskiptavini. Í gegnum þessa skráningu myndast svo safn upplýsinga um hver tekur að sér hvaða verkefni o.fl.

Einföld auðkenning

MainManager styður einfalda auðkenningu (Single Sign-On) í gegnum SAML (Security Assertion Markup Language) og AD (Active Directory) sem gerir innskráningu notenda einfaldari.

Varðveisla persónuupplýsinga

MainManager styður við persónuverndarlöggjöf ESB – General Data Protection Regulation (GDPR). Allar upplýsingar sem skráðar eru í MainManager eru eign viðskiptavinar og aldrei notaðar af MainManager eða öðrum aðilum.

Samþætting við mannauðskerfi

MainManager styður tengingar við mannauðskerfi (HR systems) sem getur sparað umtalsverðan tíma fyrir stórar og flóknar skipulagseiningar.

Rafræn innskráning með strikamerkjum og QR kóðum

Hægt er að nota MainManager appið ásamt strikamerkingum eða QR kóðum á byggingum, hæðum, rýmum og tæknikerfum til að sjá hvar starfsmenn skrá sig inn. Þennan möguleika er einnig hægt að nota til að skrá atvik og skoða upplýsingar um viðföng.