Fjármálastjórnun
Með fjármálastjórnun í MainManager færðu yfirsýn yfir kostnað við heildar eignasafnið eða tiltekin viðföng (lóðir, byggingar, rými, tæknikerfi o.s.frv.). Hægt er að skoða kostnaðarstöðu hverrar einingar hvenær sem er í MainManager.
Hægt er að skoða kostnaðarstöðu hvenær sem er fyrir hvert viðfang/einingu eða fasteignasafnið í heild.
Innifaldar upplýsingar:
Þessu til viðbótar býður fjármálastjórnun í MainManager einnig upp á:
Í fjármálastjórnunareiningunni er hægt að setja upp og varpa bókhaldslyklum yfir í MainManager þannig að unnið sé með sömu víddir þar og í bókhaldskerfinu þínu. Þessi eining er nauðsynleg fyrir samtengingu og yfirfærslu bókhaldsupplýsinga inn í MainManager frá bókhaldskerfinu þínu.
MainManager býður víðtæka lausn fyrir utanumhald fjárhagsáætlana. Með henni verður áætlanagerðin einföld hvort sem um er að ræða stjórnun á rekstraráætlun eða viðhaldsáætlun og hvort horft er á áætlunina út frá eignasafni eða skipulagseiningum. Fjárhagsheimildum er hægt að dreifa niður á svæði, lóðir eða einstakar byggingar. Þessi eining hefur verið notuð hjá sveitarfélögum á Norðurlöndum með afburða árangri.
Fjárhagsrammi er settur upp fyrir árið og honum svo dreift niður á hvern mánuð en það gefur góða mynd af lausafjárstöðu á hverjum tíma. Með þessu móti er hægt að fylgjast grannt með kostnaðarstöðu á verkbeiðnum, verkum, byggingum, lóðum o.s.frv. og bera saman við heildaráætlun þannig að kostnaður fari ekki fram úr því sem upphaflega var gert ráð fyrir.
Upplýsingar sem fylgst er með í kostnaðarstýringu MainManager eru:
Með því að skoða eldri verkefni og kostnaðartölur þeirra þá auðveldar það gerð kostnaðaráætlana fyrir komandi verk. Verkbeiðnir eru gefnar út á þau verk sem eru áætluð og kostnaði er úthlutað á þær. Verkefnisstjóri getur þar með á hverjum tíma séð hversu miklu er búið að úthluta án þess að þurfa að bíða eftir að raunkostnaður sé skráður frá bókhaldi. Að lokum skilar allur kostnaður sér inn á verkbeiðnir í gegnum bókhald.
MainManager getur tekið á móti og meðhöndlað rafræna reikninga. Þú getur úthlutað kostnaði á verkbeiðnir, lóðir og bókhaldslykla áður en þú samþykkir reikninginn og síðan sent reikninginn eftir samþykkt aftur yfir í bókhaldskerfið þitt.
MainManager býður upp á einfalda en öfluga aðferð til að fylgjast með búnaði. Hægt er að skrá verkbeiðnir á búnað á einfaldan hátt og byggja þannig upp sögu um hvað gert er og kostnað sem því fylgir.