Framtíðarsýn okkar: Fasteignastjórnun fyrir alla!

Building arcive GIS and info

Hugarró

Að hafa fullkomið yfirlit yfir eignasafnið sitt róar hugann. MainManager gerir þér kleift að stýra eignasafninu þínu á myndrænan hátt með þeim tækjabúnaði sem þér hentar. Haltu utan um viðhald, rekstur og orkunotkun, allt í einum hugbúnaði.

Sveigjanleiki

MainManager er hugbúnaður sem nýtist í fasteignastjórnun hvar sem er á Norðurlöndunum. Gæði og einfaldleiki hugbúnaðarins gerir stjórnendum fasteigna, fasteignafélögum og rekstraraðilum færi á að nýta hugbúnaðinn á sinn hátt.

Einfaldleiki

Velgengni hugbúnaðar ræðst að stórum hluta af því hversu notendavænn hann er. Notendur verða að geta skilið aðgerðir í honum og lært þær auðveldlega. Þess vegna hefur einfaldleiki alltaf verið í fyrirrúmi við hönnun á MainManager.

Nýting fjármuna

Það hefur sýnt sig að með notkun MainManager má ná rekstrarkostnaði niður um allt að 30%, en sá sparnaður næst með aukinni hagkvæmni í verkferlum og vinnuaðferðum. Þessa arðsemi, sem hægt er að líta á sem sparnað, má til dæmis nýta til að bæta þjónustu enn frekar.

Höfum þjónað ánægðum viðskiptavinum síðan 1994

 

Nokkrar ástæður fyrir því að velja MainManager

Myndrænt yfirlit yfir verkin!

Með GIS kortalausninni er mögulegt að sjá eignirnar þínar ásamt þeim verkum sem þar eru staðsett myndrænt í gegnum kort. Bættu áætlanagerðina þína og hafðu skjótan aðgang að þeim upplýsingum sem þú þarft á að halda.

Stafræn afhending á BIM

BIM líkön (Building Information Modeling) sem gerð eru í hönnunar- og byggingarferli eignarinnar geta átt lengri líftíma ef þeim er hlaðið inn í MainManager. Þar er þér gert kleift að nota þrívíddarlíkanið til að skoða og ferðast um eignina þína á sjónrænan hátt og fá yfirlit yfir hvar viðföng og verk eru staðsett í byggingunni.

Gagnvirkar 2D teikningar

Notkun á gagnvirkum teikningum gefur einstaklega gott sjónarhorn á staðsetningar og verkefni innan byggingarinnar. Litakóðar hjálpa til við að skipuleggja, forgangsraða og fylgja eftir verkefnum og stöðu þeirra.

Virkar hvar sem er, hvenær sem er!

Nútímanotendur vilja geta unnið á fleiri en eina tegund tækja. Þeir vilja geta unnið vinnuna án tillits til þess hvar þeir eru staddir. Þeir vilja t.d. geta búið til verkbeiðnir í símanum, skoðað áætlunarliði í fartölvunni eða tekið mynd af fasteigninni og tengt hana við verkbeiðni eða atvik. MainManager býður bæði upp á staðlaða veflausn og App.

Skannaðu kóða fyrir fljótara aðgengi að upplýsingum

Notaðu símann til að skanna QR kóða og strikamerki til að nálgast upplýsingar. Í MainManager appinu er aðgengi að upplýsingum um eignir afar einfalt og með því að skanna kóða sem tengdur er viðfangi er skráning atvika leikur einn.

Lykillinn að samskiptum!

Notendavænt spjall gerir þeim sem eiga hlut að máli kleift að halda utan um samskipti sín á milli. Spjallið er hægt að nálgast hvort sem er í gegnum vefinn, tölvupóst eða appið.

A literal overview of all your tasks!

Gerðu kröfur!

Notaðu okkar stöðluðu vefþjónustur til að flytja gögn á öruggan máta milli kerfa.

OnTheGo – Allt sem þarf að gera utandyra

OnTheGo er eitt mest notaða ferlið í MainManager appinu en þar geta notendur skráð atvik í gegnum símann sinn eða annað snjalltæki. Staðsetning er skráð með GPS hniti sem gefur framkvæmdaaðilum og stjórnendum myndrænt yfirlit yfir hvar aðgerða er þörf. Upplýsingarnar eru aðgengilegar hvar og hvenær sem er á einfaldan hátt.

Notaðu OnTheGo til að:

 • Skrá atvik og upplýsingar inn í MainManager
 • Hengja myndir við sem teknar eru af atvikinu, einnig er mögulegt að teikna inn á myndina til að benda nánar á það sem þarf að gera
 • Flokka og forgangsraða verkefnum

Sjáðu verkin þín – Stafræn afhending á BIM

BIM líkön (Building Information Modeling) sem gerð eru í hönnunar- og byggingarferli eignarinnar geta átt lengri líftíma ef þeim er hlaðið inn í MainManager. Þar er þér gert kleift að nota þrívíddarlíkanið til að skoða og ferðast um eignina þína á sjónrænan hátt og fá yfirlit yfir hvar viðföng og verk eru staðsett í byggingunni.

Sérfræðingar MainManager vinna með BIM sérfræðingum í samþættingu á upplýsingum úr BIM líkönum.

Mögulegt er að lesa BIM líkön inn í Rekstrar og viðhaldsferli í MainManager og þar með:

 • Stofna áætlun
 • Stofna byggingar og byggingarhluti (tæknikerfi)
 • Samþætta viðföng úr BIM líkani við MainManager
 • Kóða tæknikerfi skv. stöðlum (TFM/SfB/CCS)

Með notkun BIM líkans í rekstrar og viðhaldsferli er hægt að:

 • Staðsetja viðföng/byggingahluta og stofna verkbeiðnir og atvik á þau
 • Geyma myndir úr líkani og hengja þau á verkbeiðnir
 • Nota líkanið til að stofna sónur, rými o.fl.
 • Uppfæra BIM líkan með þeim breytingum sem gerðar eru í MainManager
1
2
3
4
1

Brotinn stóll

2

Þrífa betur

3

Laga handrið

4

Enginn hiti

Myndrænt yfirlit með gagnvirkum 2D teikningum

Þú getur lesið CAD teikningarnar þínar inn og notað þær til að fá betra yfirlit yfir verkin þín, búnað og staðsetningar skipulagseininga. Litakóðar gefa svo enn betra yfirlit og greiningu á upplýsingum eignanna og tákn eru sett inn til að sýna hvar atvik og verkbeiðnir eru staðsett innan bygginga.

Kjarnalausnir MainManager

Eignaskráning í MainManager gefur heildrænt yfirlit yfir eignasafnið þitt. Í skráningarferlinu er notandinn leiddur í gegnum ákveðin skref til að klára uppsetningu hverrar eignar með öllum þeim viðföngum/einingum sem tengjast fasteigninni.

Þú getur sett upp skipulagseiningarnar þínar þ.e. fyrirtækið þitt, þjónustuaðila, verktaka og viðskiptavini ásamt því að stýra aðgangi notenda að kerfinu – allt á einum stað. Í aðgangsstýringarferlinu er einfalt að fá yfirlit yfir notendur, notendahlutverk og aðgangsheimildir að einingum kerfisins.

Í MainManager eru skjöl hengd við viðföng (byggingu, hæð, rými, opin svæði, tæknikerfi), eða tengd með hlekk frá ytri gagnagrunni eða vefsíðu. Gerður er greinarmunur á skjölum, teikningum og myndum og þau gögn sem koma með stafrænum innlestri á BIM líkönum eru geymd sérstaklega.

Með fjármálastjórnun í MainManager færðu yfirsýn yfir kostnað við heildar eignasafnið eða tiltekin viðföng (lóðir, byggingar, rými, tæknikerfi o.s.frv.). Hægt er að skoða kostnaðarstöðu hverrar einingar hvenær sem er í MainManager.