Fundarherbergi og veitingar

Möguleikar á að skilgreina rými sem fundarherbergi og halda utan um veitingaþjónustu með verðskrá o.fl.

Fullnýttu eignina

MainManager býður upp á möguleika á því að skilgreina ákveðin rými þannig að þau sé hægt að leigja út tímabundið til ytri eða innri aðila. Bókanir geta átt sér stað í gegnum dagatal og þar geta stjórnendur og aðrir jafnframt haft yfirlit yfir bókanir. Bókanir geta verið gerðar fyrir staka fundi eða fundaröð þannig að bókunin sé gerð með ákveðinni tíðni yfir eitthvað tímabil. Jafnframt er hægt að hafa samþykktarferli í bókunarferlinu.

Aðrir möguleikar fyrir fundarherbergi:

  • Verðlisti fyrir hvert rými sem hægt er að aðlaga að ýmsum þáttum svo sem hversu langur leigutíminn er og hver leigjandinn er.
  • Möguleiki á að senda út tölvupóst við bókun með iCal skrá þannig að sá sem bókar getur sett fundinn inn í dagatalið sitt.
  • Hægt að stjórna á einfaldan máta ef rými eru lokuð fyrir bókanir á ákveðnu tímabili.
  • Möguleiki á að halda utan um veitingaþjónustu og búnað fyrir fundarherbergi.