Ræstieiningin er byggð á INSTA 800 gæðastaðlinum
Í ræstieiningunni geta notendur:
- Skilgreint gæðakröfur og tengt þær við tegundir rýma eða einstök rými
- Sett upp ræstilíkan þar sem tíðni og viðmiðunartími fyrir ræstingu er skilgreindur fyrir tegund rýma
- Tengt ræstilíkan við rými og aðlagað upplýsingar fyrir það
- Sett upp ræstisónur/svæði og notað gagnvirkar teikningar við skipulagningu
- Skilgreint ræstiteymi og prófíla til að ákvarða nýtingu
- Stýrt ræstiáætlun með verkum og verkbeiðnum
Út frá þessum upplýsingum getur kerfið reiknað út tíma sem þarf til að ræsta hvert rými, sem svo uppreiknast fyrir stærri svæði eða byggingar.