Þjónustusamningar

Geymdu allar upplýsingar þjónustusamnings svo sem upplýsingar um þjónustustig (SLA) og árangursmælikvarða (KPI) fyrir hvern þjónustusamning.

Náðu meiru út úr samningum

MainManager býður upp á alhliða lausn til að stýra samningum. Árangursmælikvarðar (KPI) eru tengdir við viðbrögð og/eða gæði á þjónustu við tæknikerfi eða búnað.

Notendur geta:

  • Stýrt þjónustusamningum
  • Tengt samninga við kerfi og rekstraráætlanir
  • Stjórnað þjónustuheimsóknum
  • Haldið utan um stöðu samninga

Leigusamningar

Gerð leigusamninga verður leikur einn með MainManager. Einingin notar upplýsingar sem þegar eru geymdar í kerfinu, svo sem flatarmál, kostnað og vísitölur til að gera drög að samningnum og notanda er svo gert kleift að bæta við frekari upplýsingum, svo sem leigutíma og innheimtu á leigu.

Hægt er að gera ferlið einfalt með því að nota ákveðin skilgreind verð fyrir hverja tegund rýmis (skrifstofur, geymslur, sameiginleg svæði, salerni osfrv.) en jafnframt er leyfilegt að verðleggja hverja einingu handvirkt og gera sérsniðna samninga fyrir hvern og einn leigutaka.

Kerfið býr greiðslurnar sjálfvirkt með þeirri tíðni sem samningur segir til um ( vikulega, mánaðarlega, ársfjórðungslega eða árlega) og þær er hægt að senda beint yfir í bókhaldskerfið til innheimtu.