Leiguumsýsla

Ferli sem er hannað til að stofna og halda utan um leigusamninga, skilgreina leiguverð, tímabil leigu, vísitölur o.fl.

Eignalíkan í MainManager

Í MainManager er hægt að skilgreina mismunandi viðföng sem eiga að vera til útleigu. Sem dæmi, þá er hægt að leigja út alla fasteignina, ákveðna byggingu, svæði utanhúss, íbúð, rými o.fl. Einnig er mögulegt að halda utan um kaupsamninga og það ferli sem á sér stað þegar fasteign er seld.

Tegundir eigna (leiguviðföng) geta verið:

  • Fasteignir
  • Byggingar
  • Hæðir
  • Rými
  • Íbúðir
  • Stigagangar
  • Opin svæði/utandyra
  • Götur
  • Tæknikerfi

Tæknikerfi og búnaður eru í flestum tilfellum hluti af byggingu, hæð, rými eða opnu svæði sem er innifalið í leigu. Þessi viðföng eru einnig skráð í kerfið og hægt er að deila þeim kostnaði sem fellur vegna viðhalds og rekstrar á þeim í réttu hlutfalli milli leigutaka út frá t.d. flatarmáli leigu.

Upplýsingar um eignir

Upplýsingar þurfa að vera aðgengilegar til að vera einhvers virði. MainManager geymir allar upplýsingar um eignirnar þínar sem þú þarft á að halda í daglegri notkun og tengir þær þeim viðföngum og staðsetningum sem unnið er með í kerfinu.

Þetta á við upplýsingar eins og:

  • Teikningar
  • Myndir
  • Skjöl
  • Samninga
  • Skoðanir
  • Verkbeiðnir
  • Atvik
  • Kostnað
  • Sónur
  • Þemu
  • Rekstrarupplýsingar
  • Magntölur
  • Mælingar
  • Áhættumat

Þegar um er að ræða stórt eignasafn sem dreifist um stórt landsvæði er sérstaklega mikilvægt að upplýsingar séu ávallt tiltækar á einum miðlægum stað. MainManager er hannaður með þetta í huga og upplýsingar eru aðgengilegar á fljótlegan og einfaldan máta fyrir notendur.