Hjálparborð

Þessi eining er sérstaklega ætluð til að skapa yfirlit yfir öll þau atvik og ábendingar sem berast og tengjast þínum eignum hvort sem er innan- eða utandyra.

HEILDARYFIRSÝN

Lausn MainManager fyrir þjónustuborð er hönnuð til að gefa yfirlit yfir allar þær ábendingar og atvik sem koma upp á degi hverjum innan eignarinnar. Þessi eining getur tekið við ábendingu hvaðanæva að hvort sem það eru viðskiptavinir, notendur, almennir borgarar, verktakar eða aðrir. Staða ábendinga er ávallt sýnileg, viðbragð við þeim er mælt og hægt er að nálgast tölfræðilegar upplýsingar um þær hvort sem er í lista eða á grafi. Með notkun á gagnvirkum teikningum og korti kemur einnig sá möguleiki fram að geta skráð ábendingar beint þar í gegn og séð grafískt yfirlit.

Einföld skráning atvika

Bæði einkaaðilar og opinber fyrirtæki þurfa að hafa aðgang að þeim ábendingum sem þeim berast hvort sem þær koma frá starfsfólki eða ytri aðilum, t.d. almennum borgurum. Í MainManager er hægt að skrá og nálgast þessar upplýsingar á margvíslega vegu, t.d. í gegnum:

  • Vefsíðu
  • MainManager App
  • Tölvupóst
  • Önnur kerfi í gegnum vefþjónustur MainManager

Notendur MainManager geta svo séð allar ábendingar sem koma inn óháð því hvaðan þær koma eða hver stofnaði þær. Út frá þessum ábendingum er svo hægt að stofna verkbeiðnir ef þörf er á, úthluta þeim á framkvæmdaaðila innanhúss eða ytri verktaka. MainManager styður hvort sem um er að ræða miðstýrt þjónustuborð þar sem allar ábendingar fara í gegn áður en þeim er beint á réttan aðila eða dreifistýrt þjónustuborð sem þýðir að ábendingar fara til réttarar deildar út frá því hvernig hún er flokkuð í skráningunni.

Ferli sem gagnast þér og viðskiptavinum þínum

Helstu kostir þjónustuborðs:

  • Gegnsæi og einsleitni í þjónustu milli viðskiptavina og þjónustuveitanda
  • Gerir kleift að mæla lykiltölur (KPI) fyrir viðbragð og úrlausnir á þjónustu og sjá raunverulega stöðu grafískt
  • Gerir kleift að framkvæma þjónustusamninga (SLA) og þjónustukannanir
  • Allir viðskiptavinir skrá sínar ábendingar á sama máta.
  • Viðskiptavinir þurfa ekki að eyða tíma í að finna út hvert á að leita til að fá úrlausn sinna mála.
  • Skýrslugerð

Viðbragðstímar

Mörg fyrirtæki og stofnanir hafa sett upp ákveðna þjónustustefnu sem segir til um viðbragðsflýti í sinni þjónustu. Í MainManager eru hægt að skilgreina viðbragðstíma sem þjónustuborð vill halda, sem svo eru mældir í skráningu og meðhöndlun ábendinga.

Skráningarferli atvika

Það sem gerist þegar viðskiptavinur skráir atvik:

Viðskiptavinur:

  • Velur staðsetningu atviksins (á korti, teikningu eða úr lista)
  • Lýsir atvikinu og staðfestir
  • Skráir atvikið í MainManager
  • Fær afhent númer atviksins og getur með því fylgst með framvindu þess síðar meir

Starfsmaður hjálparborðs:

  • Ef atvikið krefst frekari aðgerða þá stofnar hann verkbeiðni út frá atvikinu
  • Ef ekkert þarf að gera er atvikinu lokað
  • Sendir tilkynningu til viðskiptavinar þegar atviki er lokað ef hann hefur óskað eftir því (hvort sem atviki er lokað í gegnum verkbeiðni eða ekki)

Eftir að atvik er skráð getur starfsmaður hjálparborðs nálgast allar upplýsingar um atvikin og verkbeiðnirnar ásamt því að:

  • Sía listana eftir staðsetningu, stöðu, dagsetningum, tegund atviks o.fl.
  • Forgangsraðað
  • Sent atvikin og verkbeiðnir í eftirfylgni til réttra aðila
  • Breytt stöðu atvika
  • Stofnað verkbeiðnir út frá atvikum

On The Go – Fylgstu með utandyra

OnTheGo er einn vinsælasti möguleiki MainManager appsins enda gerir það skráningu atvika í gegnum síma og spjaldtölvur afar einfalda. Atvik eru skráð með GPS staðsetningu á korti og þar með fæst frábært yfirlit yfir hvar öll atvik eru staðsett. OnTheGo lausnin sýnir upplýsingar á einfaldan og skýran hátt um leið og þú gengur um landareignina þína.

Notaðu OnTheGo til að:

  • Skrá atvik og upplýsingar inn í MainManager
  • Tengja myndir við atvikið sem þú tekur á staðnum – þú getur einnig teiknað inn á myndina til að benda sérstaklega á eitthvað
  • Flokka og forgangsraða atvikum

Verkbeiðnaferlið

Verkbeiðnir eru aðalviðfangsefnum MainManager og mikilvægur hlekkur í upplýsingaflæði. Verkbeiðni er skráð og send út á verktaka eða starfsmann þegar vinna þarf ákveðið verk. Verkbeiðnin inniheldur allar helstu upplýsingar sem þarf til að vinna verkið:

  • Lýsing á því sem á að gera
  • Staðsetningu
  • Stofnanda/Hver biður um verkið
  • Viðtakanda/Þjónustuaðila
  • Dagsetningar
  • Úthlutaðan kostnað

Verkbeiðnina er hægt að tengja við aðra mismunandi þætti svo sem samninga, bókhaldslykla, rekstrar eða viðhaldsáætlun, allt eftir því hvaða þarfir liggja að baki.