Eignaskráning

Eignaskráning í MainManager gefur heildrænt yfirlit yfir eignasafnið þitt. Í skráningarferlinu er notandinn leiddur í gegnum ákveðin skref til að klára uppsetningu hverrar eignar með öllum þeim viðföngum/einingum sem tengjast fasteigninni.

Notendavænt skráningarferli

MainManager hefur hannað og þróað ferli við að skrá fasteignir, þ.m.t. opin svæði, byggingar, hæðir og rými. Notandinn getur jafnframt sett upp öll tæknikerfin sín út frá skilgreindum stöðlum, staðsett þau inn á réttar byggingar, hæðir eða rými, tengt skjöl við eignasafnið sitt o.s.frv. Að lokum er hægt að samþykkja skráninguna.

Skráningarferlið í 8 skrefum

  1. Staðsetningaþrep
    Þú getur skráð staðsetningarnar, þ.e. byggingarnar þínar handvirkt eða með innlestri frá Excel, CAD teikningu, BIM líkani eða frá ytri gagnagrunni.
  2. Tæknikerfi
    Kerfi innan bygginga er hægt að skrá með því að notfæra sér alþjóðlega staðla, draga þau kerfi sem tilheyra byggingunni yfir á hana og stofna þau þar með
  3. Staðsetning kerfa
    Staðsettu kerfin með því að draga þau inn í viðkomandi rými, jafnvel með því að notast við gagnvirka teikningu eða BIM líkan
  4. Skjölun
    Tengdu skjöl við staðsetningar eða kerfi
  5. Þemamerking
    Merktu kerfi eða staðsetningar með mismunandi þemum svo sem brunavörnum, menningarverðmætum, umhverfismálum eða algildri hönnun. Þematengd viðföng munu þar með birtast í viðkomandi þemagátt.
  6. Flokkun í sónur
    Flokkaðu rými inn í sónur, svo sem öryggissónu, ræstisónu ofl. fyrir betra yfirlit
  7. Skráning og yfirlit
    Yfirlit yfir skráningar sem gerðar hafa verið í fyrri skrefum
  8. Samþykkt á skráningu
    Samþykktarferli á skráningum og samanburður við staðlaða uppsetningu.

Upplýsingar á einum stað

Upplýsingar sem skráðar eru í MainManager eru ávallt tengdar ákveðnu viðfangi í eignasafninu svo sem byggingu, hæð, rými, kerfi o.s.frv. Þetta gefur umfangsmikið yfirlit á sögu hvers viðfangs, allt frá smáum hlut að heildaryfirsýn stórrar byggingar. Viðföng í kerfinu eru jafnframt skráð með margvíslegum eigindum sem gerir það kleift að nálgast og greina upplýsingar þvert á eignasafnið.

MainManager býður í sinni stöðluðu lausn upp á:

  • Staðlaðar skýrslur
  • Öfluga síumöguleika
  • Flokkun á gögn
  • Tölfræðigreiningar
  • Grafískt yfirlit yfir gögn
  • Auðvelt aðgengi að hinum ýmsu upplýsingum
  • Tilkynningar þegar t.d. ný atvik eða verkbeiðnir eru stofnaðar

Staðlað eða sérsniðið – allt eftir þínum þörfum!!

Viðskiptavinur getur sjálfur skilgreint sína eigin uppbyggingu á tæknikerfum (loftræsting, raflagnir, vatnslagnir o.s.frv.) eða ákveðið að notast við alþjóðlega staðla. Notendur geta jafnframt sett upp stjórnkerfi fyrir gátlista og staðlaðar verklýsingar sem nýtist svo til grundvallar þegar setja á upp rekstraráætlun ársins fyrir eignasafnið.

MainManager:

  • Notar alþjóðlega staðla fyrir tæknikerfi
  • Notar alþjóðlega kóða fyrir byggingar, hæðir og rými
  • Notar staðlaða gátlista og gátorð sem tengd eru kerfum
  • Notar staðlaðar verklýsingar fyrir viðskiptavini
  • Skilgreinir staðlaðar tegundir af skjölum.