Kjarnalausnir

Það hefur sýnt sig að með notkun MainManager er hægt að lækka rekstrarkostnað um 10-30%, en sá árangur næst með bættum vinnuaðferðum og verkferlum.

KJARNALAUSNIR

Eignaskráning

Eignaskráning í MainManager gefur heildrænt yfirlit yfir eignasafnið þitt. Í skráningarferlinu er notandinn leiddur í gegnum ákveðin skref til að klára uppsetningu hverrar eignar með öllum þeim viðföngum/einingum sem tengjast fasteigninni.

Skipulagseiningar og notendur

Þú getur sett upp skipulagseiningarnar þínar þ.e. fyrirtækið þitt, þjónustuaðila, verktaka og viðskiptavini ásamt því að stýra aðgangi notenda að kerfinu – allt á einum stað. Í aðgangsstýringarferlinu er einfalt að fá yfirlit yfir notendur, notendahlutverk og aðgangsheimildir að einingum kerfisins.

Skjalastjórnun

Í MainManager eru skjöl hengd við viðföng (byggingu, hæð, rými, opin svæði, tæknikerfi), eða tengd með hlekk frá ytri gagnagrunni eða vefsíðu. Gerður er greinarmunur á skjölum, teikningum og myndum og þau gögn sem koma með stafrænum innlestri á BIM líkönum eru geymd sérstaklega.

Fjármálastjórnun

Með fjármálastjórnun í MainManager færðu yfirsýn yfir kostnað við heildar eignasafnið eða tiltekin viðföng (lóðir, byggingar, rými, tæknikerfi o.s.frv.). Hægt er að skoða kostnaðarstöðu hverrar einingar hvenær sem er í MainManager.